Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Grindavíkingar vilja þorskseiðaeldisstöð
Miðvikudagur 3. desember 2008 kl. 13:56

Grindavíkingar vilja þorskseiðaeldisstöð

Mikill áhugi er á því meðal heimamanna í Grindavík að þar verði reist eldisstöð fyrir þorskseiði. Atvinnu- og ferðamálanefnd Grindavíkur  fjallaði um málið  á fundi sínum í nóvember og hefur ákveðið að vinna áfram að framgangi þess.

Jóhann Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Hafró, segir allar aðstæður og skilyrði fyrir slíka starfsemi mjög ákjósanlegar í Grindavík, samkvæmt því sem fram kom í máli hans á á fundi í Saltfisksetrinu nýverið og vísar nefndin til þess.

Búið er að stofna nefnd sem skoðar möguleika þess að vera með þorskseiðaeldisstöð á Íslandi. Atvinnu- og ferðamálanefnd Grindavíkur telur mjög mikilvægt að halda þessari starfsemi í Grindavík og sú stöð sem áætlað sé að byggja rísi þar. Er nú verið að afla frekari gagna um málið.

Einnig vill nefndin kynna málið fyrir þingmönnum kjördæmisins þar sem stuðningur þeirra sér nauðsynlegur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024