Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Grindavík valinn einn af áhugaverðustu bæjum landsins
Á vefnum HitIceland segir að tjaldsvæðið í Grindavík sé það besta á landinu.
Þriðjudagur 6. desember 2016 kl. 06:00

Grindavík valinn einn af áhugaverðustu bæjum landsins

Ferðavefurinn HitIceland hefur tekið saman lista yfir áhugaverðustu sveitarfélögin á Íslandi og er Grindavík það eina af Suðurnesjum sem komst á listinn og vermir sjötta sætið. Í fyrsta sæti er Húsavík, Vestmannaeyjar í öðru sæti, Akureyri í þriðja sæti, Stykkishólmur í fjórða sæti og Ísafjörður í því fimmta.

Á vefnum segir að Grindavík sé í næsta nágrenni við Bláa lónið og að þar sé blómlegur sjávarútvegur. Sífellt fleiri ferðamenn komi þangað á ári hverju enda sé þar að finna góða veitingastaði, frábæra gistingu og besta tjaldsvæðið á landinu. Þá sé þar að finna mörg falleg gömul hús.  

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024