Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Grindavík: Svíragarður lagður þekju í sumar
Sunnudagur 21. maí 2006 kl. 15:30

Grindavík: Svíragarður lagður þekju í sumar

Grindavíkurbær og Siglingastofnun hafa gert samkomulag við Almenna byggingafélagið ehf. um að steypa þekju á bryggjuna Svíragarð sem byggð hefur verið upp í heild sinni og stækkuð til muna. Verktakinn var lægstbjóðandi í útboði og tekur að sér verkið fyrir rúmar 47 miljónir sem er um 6 miljónum undir kostnaðáætlun. Verkið sem felur í sér lagnir, þekju og rafmagn á að vera lokið 1. september.

Mynd frá vinstri: Kristján Þorsteinsson, verkstjóri, Þorsteinn Sveinsson, framkvæmdastjóri, og Ólafur Örn Ólafsson, bæjarstjóri.
Standandi frá hægri: Sigmar J. Eðvarsson, formaður bæjarráðs, og Hörður Guðbrandsson, forseti bæjarstjórnar.


Af vefsíðu Grindavíkurbæjar
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024