Grindavík: Stefnt að opnun framhaldsskóla á næsta ári
Garðar Páll Vignisson, bæjarfulltrúi VG í Grindavík, segir eitt af stóru hagsmunamálum Grindvíkinga að fá framhaldsskóla í bæjarfélagið. Nokkrir fundir hafa verið haldnir með núverandi menntamálaráðherra og er málið að þokast í rétta átt, segir Garðar í pistli sem hann skrifar á heimasíðu bæjarins.
Mikil áhersla er lögð á að skólinn hefji störf haustið 2010, að sögn Garðars. Bæjarstjórn Grindavíkur samþykkti vorið 2008 að byggja og starfrækja menntaskóla í bæjarfélaginu en undirbúningsvinna hófst haustið 2006. Gert er ráð fyrir að skólinn verði einkarekinn af Grindavíkurbæ með þjónustusamningi við menntamálaráðuneytið.
Sjá pistil Garðars Páls hér.