Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Grindavík skoðar Krýsuvík
Mánudagur 27. apríl 2009 kl. 08:24

Grindavík skoðar Krýsuvík


Jóna Kristín Þorvaldsdóttir, bæjarstjóri í Grindavík, segir að undanfarin misseri hafi verið unnið í landamerkamálum bæjarins í Krýsuvík gagnvart Hafnarfirði. Þetta kemur fram á bæjarmálavef Grindvíkinga. Þar er haft eftir Jónu Kristínu að reynt hafi verið að ná almennri sátt um málið við Hafnfirðinga. Það hafi ekki gengið eftir og því hafi lögformlega leiðin nú verið valin.

Eins og VF greindi frá í vikunni bendir ýmislegt til þess að Grindavík sé eigandi að Seltúni í Krýsuvík en ekki Hafnarfjarðarbær. Erling Einarsson í Grindavík hefur um árabil bent á skekkju í kortagögnum sem styðja tilgátu hans um að landamerki séu ekki rétt.

Sjá frétt VF hér: Eiga Grindvíkingar náttúruauðlindir í Krýsuvík?

---

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Ljósmynd/Ellert Grétarsson - Frá Seltúni í Krýsuvík.