Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Grindavík: Síðasti bæjarstjórnarfundurinn í dag
Miðvikudagur 19. maí 2010 kl. 11:43

Grindavík: Síðasti bæjarstjórnarfundurinn í dag


Síðasti bæjarstjórnarfundurinn í Grindavík á þessu kjörtímabili verður haldinn í dag kl. 17. Miklar breytingar verða á skipan bæjarfulltrúa að loknum sveitarstjórnarkosningunum í lok mánaðarins en af þeim sjö sem nú sitja eru þrír áfram í framboði. Það eru þeir Guðmundur Pálsson (D), Garðar Páll Vignisson (VG) og Björn Haraldsson (VG).

Það stefnir í spennandi kosningar í Grindavík því fimm listar verða í framboði og alls 2,4% bæjarbúa. Víkurfréttir tóku púlsinn á kosningastemmningunni í Grindavík og í blaðinu á morgun verða birt viðtöl við oddvita allra listanna. Einnig verða birt viðtöl við oddvita framboðanna í Garði og Sandgerði.
---

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ljósmynd/Oddgeir Karlsson - Frá Grindavík.