Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Grindavík: Rætt um stórskipahöfn og stóriðju
Föstudagur 8. janúar 2010 kl. 09:42

Grindavík: Rætt um stórskipahöfn og stóriðju


Hafnarráð Grindavíkurbæjar telur nauðsynlegt að láta skoða í fullri alvöru hvort mögulegt sé að koma upp stórskipahöfn í Grindavík. Málið var til umfjöllunar á fundi ráðsins í gær en þar kom fram að í „hugsanlegum áformum“ um byggingu verksmiðju í Grindavík sé gert ráð fyrir hafnaraðstöðu fyrir skip allt að 10 þúsund tonnum.

Núverandi hafnaraðstaða tekur ekki stærri skip en um 4 þúsund tonn og í umsögn frá Siglingastofnun kemur fram að tæplega verði hægt að gera breytingar á núverandi höfn sem tæki stærri skip en 120-130 metra löng eða 5 - 6 þúsund tonna skip.
„Því þarf að leita annarra lausna ef möglegt á að vera að afgreiða svo stór skip sem talið er að þurfi að komast hér inn,“ segir í fundargerð bæjarráðs.
Hafnarstjórn beinir því til bæjarstjórnar að mótuð verði heilstæð stefna vegna hafnarmannvirkja með tilliti til stóriðju í framtíðinni.
---

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ljósmynd/Oddgeir Karlsson - Horft yfir Grindavíkurhöfn og Grindavík.