Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Grindavík: Nýja tjaldsvæðið slær í gegn
Mánudagur 6. júlí 2009 kl. 09:35

Grindavík: Nýja tjaldsvæðið slær í gegn


Mikil aðsókn var á nýja tjaldsvæðinu í Grindavík um helgina, að sögn bæjarmálavefns Grindvíkinga. Að sögn Páls Vals Björnssonar, umsjónarmanns tjaldsvæðisins, hefur aðsóknin í sumar verið góð. Mjög mikið af útlendingum kemur á nýja tjaldsvæðið og töluvert af Íslendingum.

Þegar litið var inn á tjaldsvæðið á laugardaginn var mikið af húsbílum á svæðinu og einnig töluvert af tjöldum. Að sögn Páls Vals er umgengni um tjaldsvæðið góð og gestir lofa aðstöðuna í hástert.

Mynd/www.grindavik.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024