Grindavík nötraði
Jarðskjálftahrina varð á Reykjanesskaga á föstudagskvöld. Að sögn jarðskjálftavaktar á Veðurstofunni varð sá fyrsti kl. 21.19. Allir jarðskjálftarnir áttu upptök sín íFagradalsfjalli, um níu kílómetra norðaustur af Grindavík. Vísir.is greindi frá.Stóð hrinan fram yfir miðnætti. Stærsti skjálftinn mældist 3,3 stig á Richterskvarða og varð hann kl. 22.39. Næstu skjálftar voru af stærðargráðunni 3,1 og 2,9 á Richter.Fólk á Reykjanesskaga varð greinilega vart við stærstu skjálftana og reyndar varð víðar vart við þá. Margir minni skjálftar urðu einnig í nágrenni við upptök þeirra stærstu.