Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Grindavík meðal mest spennandi stöðum í heimi
Miðvikudagur 27. apríl 2005 kl. 17:04

Grindavík meðal mest spennandi stöðum í heimi

Að mati 5 milljóna lesenda vefsíðunnar AskMen.com sem er ein sú virtasta sinnar tegundar í heiminum, er Grindavík í 4. sæti á topp 10 lista síðunnar yfir mest spennandi staði í heiminum. Í greininni kemur fram m.a að Ísland sé einkar áhugaverður og vanmetin ferðamannastaður, hér megi sjá land sem er enn í mótun, ótrúlegt landslag og náttúru. Í Grindavík sé áhugaverðasti staður landsins sem er að sjálfsögðu Bláa Lónið, magnað umhverfi þess og náttúra. Í kjölfar þessarar greinar hefur talsverður áhugi kviknað á Grindavík og skýrir t.d. auknar fyrirspurnir í Saltfisksetri Íslands þar sem einnig er upplýsingamiðstöð Grindavíkur erlendis frá og einnig má merkja aukna umferð á heimasíðu Grindavíkur www.Grindavik.is sem kemur í gegnum erlendar leitarvélar á netinu. Þá má nefna áhuga innlendra miðla á fréttinni t.d á B2.is og dagblöðum landsins.

Greinina á askmen.com má nálgast með því að smella hér

www.grindavik.is

Vf-mynd/úr safni

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024