Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Grindavík kaupir hús fyrrverandi bæjarstjóra
Fimmtudagur 15. janúar 2009 kl. 10:08

Grindavík kaupir hús fyrrverandi bæjarstjóra



Grindavíkurbær hefur keypt einbýlishús fyrrverandi bæjarstjóra fyrir tæpar fimmtíu milljónir króna. Kaupin eru hluti af starfslokasamningi bæjarstjórans fyrrverandi, sem lét af störfum í sumar en verður á launum út kjörtímabilið. Ríkisútvarpið greinir frá þessu.

Í ráðningarsamningi Ólafs Arnar Ólafssonar, fyrrverandi bæjarstjóra, voru ákvæði þess efnis að hann héldi launum út kjörtímabilið, sem lýkur á næsta ári, og að bærinn keypti af honum einbýlishús hefði það ekki selst á fyrir 15. janúar.

Kaupverð hússins mun hafa verið 49,7 milljóni, segir í frétt Ríkisútvarpsins. Í sömu frétt segir að stafslok bæjarstjórans kosti bæinn um 90 milljónir króna en á móti komi andvirði hússins, sem hefur verið auglýst til sölu.

Sjá frétt RÚV hér.


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024