Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Grindavík í úrslit Útsvars eftir sigur á Reykjavík
Laugardagur 14. apríl 2012 kl. 10:16

Grindavík í úrslit Útsvars eftir sigur á Reykjavík



Grindavíkurbær sigraði Reykjavík í undanúrslitum spurningaþáttarins Útsvars í gærkvöldi og er því komið í úrslitaþáttinn sjálfan. Viðureignin var æsispennandi og úrslitin réðust í lokaspurningunni þar sem símavinurinn Siggeir Ævarsson reyndist haukur í horni fyrir Grindavíkurliðið.

Grindavík byrjaði að miklum krafti sem gerði líka útslagið að lokum því Grindavík komst í 12-0. En Reykjavík sótti í sig veðrið og fyrir stóru spurningarnar í lokin var spennan í hámarki. En Grindavík hafði sigur, 96-92, glæsileg frammistaða hjá liðinu og geta Grindvíkingar verið stoltir af sínu fólki.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024