Grindavík í undanúrslit Útsvars
Grindavíkurbær burstaði Skagafjörð í 8 liða úrslitum Útsvars, spurningaþætti Ríkissjónvarpsins, með 110 stigum gegn 57. Þátturinn var bráðskemmtilegur en Grindavík náði fljótt undirtökunum og tryggði sér öruggan sigur og komst í undanúrslit í fyrsta skipti í sögu keppninnar.
Grindavíkurliðið er skipað þeim Daníel Pálmasyni, Agnari Steinarssyni og Margréti Pálsdóttur. Þau fóru á kostum og stóðu sig frábærlega vel.