Grindavík í aðalhlutverki í Víkurfréttum vikunnar
Hamfarir í Grindavík skipa stóran sess í Víkurfréttum vikunnar. Rafræn útgáfa blaðsins er komin á vefinn en prentaðri útgáfu blaðsins verður dreift í Reykjanesbæ, Suðurnesjabæ og Sveitarfélaginu Vogum á morgun, miðvikudag. Aukið upplag verður á þessum dreifingarstöðum en þau blöð sem áður fóru til Grindavíkur munu liggja frammi á öðrum dreifingarstöðum.