Grindavík: Hvetja bæjarfulltrúa til að segja af sér
Tuttugu félagar í bæjarmálafélagi Frjálslyndra og óháðra í Grindavík hafa sent Birni Haraldssyni, fyrrum bæjarfulltrúa félagsins og núverandi bæjarfulltrúa Vinstri Grænna, bréf þar sem þess er farið á leit við hann að hann stígi til hliðar og segi af sér sem bæjarfulltrúi listans sem borinn var fram við síðustu bæjarstjórnarkosningar í nafni félagsins. Í bréfinu til Björns segir að hann njóti ekki lengur trausts þeirra sem komu honum í það sæti, en Björn skipaði 1. Sæti Frjálslyndra og óháðra í síðustu bæjarstjórnarkosningum.
Bréfið er eftirfarandi:
Grindavík. 11. Júní 2009
Björn Haraldsson
Auðsholti
Grindavík
Frá Bæjarmálafélagi Frjálslyndra og óháðra í Grindavík:
Þar sem þú hefur nú yfirgefið félagið förum við þess á leit við þig að þú stígir til hliðar og segir af þér sem bæjarfulltrúi listans sem borin var fram við síðustu bæjarstjórnarkosningar í nafni félagsins. Enda nýtur þú ekki lengur trausts þeirra sem komu þér í það sæti.