Grindavík gefur Landsneti langt nef: Engar nýjar háspennulínur í lofti í sveitarfélaginu
Skipulags- og byggingarnefnd Grindavíkur sendi frá sér skýr skilaboð í kvöld þegar nefndin segist ekki samþykkja engar frekari háspennulínur í lofti nema meðfram þeim háspennulínum sem fyrir eru í sveitarfélaginu.
Bæjarráð Grindavíkurbæjar hafði óskað eftir umsögn skipulags- og byggingarnefndar varðandi ósk Landsnets ehf. um að hafist verði handa við breytingar og gerð aðal- og deiliskipulags þar sem gert er ráð fyrir línulögnum í landi sveitarfélagsins.
Nefndin hafnar línuleiðum 1 og 2, sem Landsnet hafði lagt fram. Nefndin samþykkir hins vegar leið 3, áfangi 2 sem er aukakostur, en með eftirfarandi breytingum: háspennulögn frá núverandi Suðurnesjalínu að Rauðamel verði í jörðu og að fyrirhuguð háspennulína norðan við Litla-Skógfell verði færð í jörðu samhliða fyrirhugaðri háspennulínu frá núverandi Suðurnesjalínu að Rauðamel. Lokaorðin eru því „Nefndin samþykkir því engar frekari háspennulínur í lofti nema meðfram þeim háspennulínum sem fyrir eru í sveitarfélaginu“.
Heimildamenn Víkurfrétta segja afstöðu Skipulags- og bygginarnefndar Grindavíkur endurspegla mikla gremju frá því fyrr í sumar þegar tekist var á um hlutabréf í Hitaveitu Suðurnesja hf. Þar voru Grindavíkingar miðdepill baráttu Orkuveitu Reykjavíkur og Geysir Green Energy um kaup á hlut Grindavíkurbæjar í Hitaveitu Suðurnesja hf.
Hvort Grindvíkingar eru þarna að sýna nýjum eigendum Hitaveitu Suðurnesja hf. tennurnar á eftir að koma í ljós.
Bæjarráð Grindavíkurbæjar hafði óskað eftir umsögn skipulags- og byggingarnefndar varðandi ósk Landsnets ehf. um að hafist verði handa við breytingar og gerð aðal- og deiliskipulags þar sem gert er ráð fyrir línulögnum í landi sveitarfélagsins.
Nefndin hafnar línuleiðum 1 og 2, sem Landsnet hafði lagt fram. Nefndin samþykkir hins vegar leið 3, áfangi 2 sem er aukakostur, en með eftirfarandi breytingum: háspennulögn frá núverandi Suðurnesjalínu að Rauðamel verði í jörðu og að fyrirhuguð háspennulína norðan við Litla-Skógfell verði færð í jörðu samhliða fyrirhugaðri háspennulínu frá núverandi Suðurnesjalínu að Rauðamel. Lokaorðin eru því „Nefndin samþykkir því engar frekari háspennulínur í lofti nema meðfram þeim háspennulínum sem fyrir eru í sveitarfélaginu“.
Heimildamenn Víkurfrétta segja afstöðu Skipulags- og bygginarnefndar Grindavíkur endurspegla mikla gremju frá því fyrr í sumar þegar tekist var á um hlutabréf í Hitaveitu Suðurnesja hf. Þar voru Grindavíkingar miðdepill baráttu Orkuveitu Reykjavíkur og Geysir Green Energy um kaup á hlut Grindavíkurbæjar í Hitaveitu Suðurnesja hf.
Hvort Grindvíkingar eru þarna að sýna nýjum eigendum Hitaveitu Suðurnesja hf. tennurnar á eftir að koma í ljós.