Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Grindavík fær gullmerki PWC
Mánudagur 4. apríl 2022 kl. 07:30

Grindavík fær gullmerki PWC

Niðurstöðuskýrsla jafnlaunagreiningar 2022, sem unnin var af PWC fyrir Grindavíkurbæ, vegna janúarlauna 2022 var lögð fram í bæjarráði Grindavíkur í síðustu viku. Niðurstaðan er sú að launamunur heildarlauna, að teknu tilliti til persónubundinna þátta, er 3,4% körlum í vil og er þá komin undir jafnlaunamarkmið Grindavíkurbæjar sem er 3,5%.

PWC veitir gullmerki þeim fyrirtækjum sem eru undir 3,5% markinu og Grindavík hlýtur því gullmerki PwC, fyrir góðan árangur í jafnlaunagreiningunni, sem Grindavíkurbæ er heimilt að nota.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024