Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Fréttir

Grindavík eitt best rekna bæjarfélagið
Miðvikudagur 28. september 2016 kl. 09:13

Grindavík eitt best rekna bæjarfélagið

Grindavík er annað tveggja sveitarfélaga hér á landi sem ekki hafa nein veikleikamerki í rekstri sínum. Þetta kemur fram í skýrslu greiningardeildar Arionbanka sem kynnt var á fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna á dögunum. Hitt sveitarfélagið sem ekki er með nein veikleikamerki í rekstri sínum er Hornafjörður.

Árleg afborgun langtímaskulda er að meðaltali 4.000 krónur á mann í Grindavík en yfir 190.000 krónur í Reykjanesbæ. Landsmeðaltal er 106.000 krónur. Þau sveitarfélög sem hafa flest veikleikamerki í rekstri sínum eru samkvæmt skýrslunni Kópavogur, Skagafjörður, Hafnarfjörður, Sandgerði, Reykjanesbær, Fljótsdalshérað, Norðurþing, Mosfellsbær, Ísafjörður og Árborg.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Á vef Grindavíkurbæjar kemur fram að rekstarafgangur bæjarfélagsins árið 2015 hafi verið 216 milljónir og 195 milljónir árið 2014.