Grindavík: Bæjarráð staðfestir ráðningu skólastjóra
Bæjarráð Grindavíkur hefur samþykkt að ráða Pál Leó Jónsson í stöðu skólastjóra Grunnskóla Grindavíkur til fimm ára. Þá hefur ráðið einnig samþykkt að ráða Ingu Þórðardóttur sem skólastjóra Tónlistarskóla Grindavíkur til fimm ára.
Í Fræðslu- og uppeldisnefnd var eining um ráðninu Páls Leós en þrjár umsóknir bárust um starfið.
Átta umsóknir bárust um skólastjórastöðu tónlistarskólans og voru fulltrúar listanna ekki sammála um ráðninguna.