Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Grindavík: Aukið svigrúm til framkvæmda á næstu árum
Fimmtudagur 12. maí 2005 kl. 19:40

Grindavík: Aukið svigrúm til framkvæmda á næstu árum

Seinni umræða  um ársreikninga Grindavíkurbæjar fór fram 11. apríl í bæjarstjórn Grindavíkur.  Reikningar ársins 2004 voru samþykktir af meirihluta, og í bókun meirihlutans kom eftirfarandi fram:
Bæjarstjóri fór yfir helstu stærðir í ársreikningnum og lagði til að hann verði samþykktur. Aðrir sem til máls tóku: Hallgrímur, Hörður, Gunnar Már og Sigmar.

Bókun
Það forgangsverkefni núverandi meirihluta í bæjarstjórn Grindavíkur að ná góðum tökum á fjármálum bæjarfélagsins hefur tekist. Hagnaður af rekstri A og B hluta bæjarsjóðs var 43,4 milljónir eftir afskriftir og fjármagnstekjur á síðasta ári.
Rekstrarniðurstaða sveitarsjóðs, þ.e. A-hluta stofnana er 58 milljónir kr. í hagnað. Áætlun gerði ráð fyrir 7,2 milljónum kr. í tap. Hagnaður  samstæðunnar, þ.e. A og B hluta, er 43,4 milljónir kr. Áætlun hljóðaði upp á 17,1 milljónir í tap.
Niðurstöður málaflokka eru að mestu í samræmi við fjárhagsáætlun. Helstu frávik í rekstri eru þau að:
- Framlög jöfnunarsjóðs eru um 11,5 millj. kr. hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir.
- Breyting á lífeyrisskuldbindingu var 7 millj. hærri en áætlun gerði ráð fyrir.
- Annar rekstrarkostnaður var 20 millj. kr. lægri en gert var ráð fyrir í áætlunum.
- Fjármagnsgjöld skila 41 milljón króna meira en áætlað hafði verið og skýrist það að mestu leyti af gengishagnaði erlendra lána.
Heildareignir samstæðunnar eru 2.663 milljónir kr. Heildarskuldir eru 1.357 milljónir kr. að meðtalinni lífeyrisskuldbindingu sem er 243,7 milljónir kr. Langtímaskuldir eru 1.046,2 milljónir kr., þar af greiðist  131,7 milljónir kr. á árinu 2005.
Veltufé frá rekstri 177,2 milljónir kr. en áætlun hljóðaði upp á 137,7 milljónir kr. Veltufé sem hlutfall af rekstrartekjum er 19,7%.
Fjárfestingar nettó skiluðu 14,8 milljónum kr. en það skýrist af því að Hafnarbótasjóður greiddi til Grindavíkurhafnar 63 millj. kr. vegna eldri framkvæmda.  Á árinu voru tekin ný lán að fjárhæð 70 milljónir kr. og afborganir lána voru 132,8 milljónir. Handbært fé hækkaði um 92,7 milljónir kr. á árinu.
               
Í ljósi sterkrar stöðu bæjarsjóðs nú og  góðrar fjármálastjórnar bæjarins verður aukið svigrúm til framkvæmda á næstu árum.  Núverandi meirihluti stefnir að áframhaldandi uppbyggingu skólamála, íþróttamála, hafnarmála og atvinnumála í bænum.
Fulltrúar D- og S-lista

Ársreikningur Grindavíkurbæjar og stofnana fyrir árið 2004 var samþykktur samhljóða og undirritaður í kjölfarið, segir á vef Grindavíkurbæjar í dag.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024