Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Nýjar hraðamyndavélar á Grindavíkurvegi brátt í notkun
Miðvikudagur 12. júní 2019 kl. 09:36

Nýjar hraðamyndavélar á Grindavíkurvegi brátt í notkun

Búið er að setja upp hraðamyndavélar  á Grindavíkurvegi sem mæla meðalhraða á afmörkuðum kafli en vélarnar eru þó ekki komnar í notkun. Grindavik.is fékk þær upplýsingar hjá Vegagerðinni að tvennt þurfi að klárast áður en notkun hefjist. Annars vegar þarf Alþingi að samþykkja frumvarp til laga um vinnslu persónuupplýsinga í löggæslutilgangi og hins vegar þurfa endanlegir vottunarpappírar að berast frá framleiðanda vélanna. 

Myndavélarnar hafa verið í prufu undanfarið og því hafa einhverjir ökumenn tekið eftir ljósablossa frá vélunum. Um er að ræða vélar sem mæla meðalhraða.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Nokkur umræða hefur verið varðandi staðsetningu vélanna. Ástæða þess að þær eru settar upp annars vegar við Seltjörn og hins vegar hér við bæjarmörkin er sú að kaflinn frá Bláa Lóninu og inn til Grindavíkur verður ennþá varasamur. Kaflinn frá Seltjörn og að Bláa Lóninu verður með aðskildar akstursstefnur og því má segja að minni hætta verði af hraðakstri þar en á leiðinni inn til bæjarins. 

Með aðskilnaði aksturstefna ætti framanákeyrsla að verða úr sögunni sem eru þau slys eru alvarlegust í umferðinni og hafa valdið mestu tjóni. Með þeirri staðsetningu sem er á hraðamyndavélunum er reynt að minnka slysahættu á þessum kafla sem hefur ekki aðskildar akstursstefnur, þ.e. Bláa Lónið - Grindavík, segir á grindavik.is.