Grindavík: 100 milljóna lán vegna hafnar
Grindavíkurbær tekur 100 milljón króna lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga til að fjármagna framkvæmdir við Grindavíkurhöfn. Bæjarráð samþykkti þetta á fundi sínum í gær. Lánið er tekið til 15 ára með tryggingu í tekjum sveitarfélagins.
Umtalsverðar framkvæmdir hafa verið við höfnina síðustu ár við svokallaðan Norðurgarð. Steypuvinnu við þekjuna er nýlokið og framkvæmdir við nýtt vigtarhús standa yfir.