Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Grímuskylda í strætó
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
fimmtudaginn 8. október 2020 kl. 11:42

Grímuskylda í strætó

Frá og með síðasta mánudegi þurfa þeir sem ferðast með strætisvögnum hjá Reykjanesbæ að nota grímur á meðan ferðinni stendur. Þetta á ekki við um börn fædd 2005 og seinna.

Þeir viðskiptavinir sem ekki bera andlitsgrímur er óheimilt að nýta sér almenningssamgöngur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Viðskiptavinir munu þurfa að útvega sér eigin grímur og skulu þær hylja nef og munn. 

Strætó hjá Reykjanesbæ brýnir jafnframt fyrir farþegum að huga að hreinlæti og sóttvörnum og ferðast ekki með vögnunum ef þeir finna fyrir flensueinkennum.