Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Grímur Karlsson látinn
Föstudagur 9. júní 2017 kl. 11:38

Grímur Karlsson látinn

Njarðvíkingurinn Grímur Karlsson, skipsstjóri og líkanasmiður, er fallinn frá. Hann lést þann 7. júní sl.
 
Byggðasafn Reykjanesbæjar minnist Gríms á fésbókarsíðu sinni í gær. Þar segir:
„Grímur Karlsson var minnisstæður maður, hann var hafsjór af fróðleik um flest það sem hafði með sögu sjávarútvegs að gera. Skipin voru þó ástríða hans og einkum saga þeirra. Byggðasafnið á nú 137 líkön sem Grímur smíðaði en talið er að hann hafi smíðað vel yfir 400 líkön. Stór hluti þeirra hafa verið á sýningu í Duus Safnahúsum, gömlum sjómönnum og áhugafólki um sögu sjávarútvegs til gleði og ánægju. Margir trúðu því vart að hægt væri að afkasta svona miklu. Að mati Gríms voru öll þessi skip mikilvæg í sögunni og í reynd vantaði fjölmörg sem nauðsynlegt hefði verið að geta sýnt.
Við kveðjum nú góðan samverkamann sem sannarlega lagði sitt af mörkum til varðveislu sögu íslensks sjávarútvegs,“ segir á fésbókarsíðu Byggðasafns Reykjanesbæjar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024