Gríðaröflug sprenging og „sveppur“ yfir Stapafelli
Nú á sjöunda tímanum í kvöld varð gríðarlega öflug sprenging í námunum í Stapafelli á Reykjanesi. Í kjölfar sprengingarinnar mátti sjá reykjarbólstur sem svipaði til „kjarnorkusvepps“ rísa upp frá svæðinu. Vegfarendur hafa verið í sambandi við Víkurfréttir til að forvitnast um hvað þarna hafi gerst.
Hjá lögreglunni í Keflavík fengust þær upplýsingar að sprengjusérfræðingar Landhelgisgæzlunnar hafi verið ábyrgir fyrir sprengingunni. Þegar spurt var hvaðan sprengiefnið kom var Víkurfréttum tjáð að þeir hafi verið að taka til hjá sér í dag.
Miðað við þá sýn sem sjónarvottar lýstu í kjölfar hvellsins, þá setti ljósmyndadeild blaðsins saman meðfylgjandi mynd tekna frá höfuðstöðvum blaðsins. „Sveppurinn“ er settur inn á myndina þar sem fólk sá reyksveppinn stíga upp en reykurinn á myndinni er raunverulegur, en talsvert rauk frá svæðinu eftir sprenginguna.
Forvitnilegt væri að sjá gíginn sem sprengingin hefur skilið eftir sig í Stapafelli.
Myndin er samsett
Hjá lögreglunni í Keflavík fengust þær upplýsingar að sprengjusérfræðingar Landhelgisgæzlunnar hafi verið ábyrgir fyrir sprengingunni. Þegar spurt var hvaðan sprengiefnið kom var Víkurfréttum tjáð að þeir hafi verið að taka til hjá sér í dag.
Miðað við þá sýn sem sjónarvottar lýstu í kjölfar hvellsins, þá setti ljósmyndadeild blaðsins saman meðfylgjandi mynd tekna frá höfuðstöðvum blaðsins. „Sveppurinn“ er settur inn á myndina þar sem fólk sá reyksveppinn stíga upp en reykurinn á myndinni er raunverulegur, en talsvert rauk frá svæðinu eftir sprenginguna.
Forvitnilegt væri að sjá gíginn sem sprengingin hefur skilið eftir sig í Stapafelli.
Myndin er samsett