Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Gríðarmikil aflögun fylgt hrinunni og innskotinu
Þá segir hópurinn að gríðarmikil aflögun hefur fylgt hrinunni og innskotinu og afar áhugavert er að skoða GPS mæla núna. Til að mynda sýna mælar við Festarfjall og Svartsengi að þeir hafa ýst fjær hvor öðru um 120 cm. Megintilfærslan varð á örfáum klukkutímum í gær á meðan kvikugangurinn myndaðist.
Laugardagur 11. nóvember 2023 kl. 09:03

Gríðarmikil aflögun fylgt hrinunni og innskotinu

Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands segir í færslu á Facebook að gríðarmikil skjálftavirkni er enn við Grindavík. Virknin hefur í nótt og undir morgun verið mest suðvestur af bænum og er það talið til marks um að kvikugangurinn hafi lengst enn frekar, jafnvel á haf út.

„Ljóst er að um miklu öflugari og stærri atburð er að ræða en sést hefur áður á Reykjanesskaga á síðustu árum. Sé miðað við norðurenda Sundnhjúkagíga og að suðurenda hrinunnar gæti gangurinn náð núna um 9 km.,“ segir á síðu hópsins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þá segir að gríðarmikil aflögun hefur fylgt hrinunni og innskotinu og afar áhugavert er að skoða GPS mæla núna. Til að mynda sýna mælar við Festarfjall og Svartsengi að þeir hafa ýst fjær hvor öðru um 120 cm. Megintilfærslan varð á örfáum klukkutímum í gær á meðan kvikugangurinn myndaðist.

„Teljast þetta mjög miklar hreyfingar. Þessar stóru tölur sjást þegar vegalengd er mæld milli stöðva og línan liggur þvert yfir kvikuganginn. Í öllum hamaganginum hefur kvikugangurinn komið upp nærri yfirborði og rutt landinu til hliðar, svo fjarlægðin milli jókst lengdist.“