Gríðarlegur vöxtur í ferðaþjónustu á Suðurnesjum
Ferðamálasamtök Suðurnesja hefur unnið mikið starf á síðustu árum en mikill vöxtur er í ferðamannaþjónustu á svæðinu og gert er ráð fyrir að sá vöxtur haldi áfram. Aðalfundur samtakann var haldinn fyrir skömmu og þá var fjallað um ýmis mál og framkvæmdir sem munu verða á dagskrá á næstunni, t.d. merkingar nýrra gönguleiða, upplýsingaskilti, göngubrú, vegagerð og fleira. Johann D. Jónsson, ferðamálafulltrúi Suðurnesja sat fyrir svörum þegar farið var að rýna í fundargerðir aðalfundarins.
Merking gönguleiða
„Vinna við merkingar gönguleiða hefur staðið yfir í nokkur ár. Fyrsta nýja gönguleiðin sem lögð var lá frá Nesvegi og út á Hafnaberg. Það auðveldaði fólki mjög til að rata á einhvern besta fuglaskoðunarstað á Íslandi. Vegagerðin setti bílastæði þarna og við settum upp örnefnamerkingu. Síðan hafa verið merktar margar gönguleiðir á Reykjanesi í samvinnu við FSS, Reykjanesbæ og fleiri bæjarfélög. Má nefna Reykjaveginn, gönguleið frá Reykjanesvita til Nesjavalla. Gönguleiðir um áhugaverð svæði við Þorbjörn og Bláa Lónið sem og á Reykjanesi og endurvakningu fornra þjóðleiða á Reykjanesskaga, svo fátt eitt sé nefnt“, segir Johann.
Áningartorg á Reykjanesi er aðkallandi mál, að sögn Johans, þar sem rúmlega 100 þúsund manns koma þangað á ári hverju en náttúruskoðun ferðamanna þar hefur stóraukist. „Byggja þarf upp aðstöðu fyrir ferðamenn á umræddu svæði og bæta upplýsingagjöf og gera fólki þannig grein fyrir umhverfinu og hvar í veröldinni það er statt.“
Brú milli Evrópu og Ameríku
Til stendur að byggja brú næsta vor, en hún er hugsuðu í svokallaðri Kinn, við enda Hauksvörðugjáar. Brúnni er ætlað að veita upplifun og tilfinningu fyrir flekaskilunum. „Hugsunin er að brúin gefi ferðafólki tækifæri á að upplifa hvernig er að „ganga“ á milli tveggja heimsálfa. Þar er nú upplýsingaskilti um Reykjaneshrygginn og flekaskilin og veitir brúin fullnægingu þess innblásturs sem fólk verður fyrir að horfa yfir gígaraðir þær sem sýna hvernig Reykjaneshryggurinn gengur á land og þrýstir Evróasíuflekanum frá Ameríkuflekanum.“
Að sögn Johans er einnig mikill áhugi fyrir lagningu vegar frá Höfnum til Stafness, Ósabotnavegur væri heiti á þeim kafla. „Mikill hluti vegarins er fyrir hendi í dag og vantar tiltölulega lítið upp á að endar nái saman. Þá höfum við í hyggju að merkja gönguleið fyrir Ósabotna milli þessara staða. En þetta er mjög áhugaverð gönguleið með mikilli sögu og fornminjum.“
Mikilvægi upplýsingamiðstöðva
Upplýsingamiðstöðvar ferðamanna hafa verið reknar á Reykjanesi frá 1991. Fyrst í Leifsstöð og þá opin yfir sumarmánuðina. Undanfarin þrjú ár hefur Upplýsingamiðstöð ferðamanna í Leifsstöð verið opin allt árið. Þjónustutíminn hefur nokkuð bundist við það fjármagn sem veitt er til rekstrarins hverju sinni en menn eru bjartsýnir á að á næsta ári verði hægt að efla stöðina til mikilla muna.
„Þessi upplýsingamiðstöð hefur mikið gildi fyrir ferðaþjónustu á Reykjanesi og á höfuðborgarsvæðinu en upplýsingar eru þar á landsvísu og þjónar hún því í raun og veru öllu landinu. Um nokkurra ára skeið frá ´93 var rekin upplýsingamiðstöð við gamla Lónið en hún varð að víka vegna húsnæðisleysis. Var hún síðan opnuð á bæjarskrifstofunni í Grindavík, en á s.l.
sumri var upplýsingamiðstöð aftur opnuð í Bláa lóninu og verður hún rekin áfram í savinnu Bláa lónsins, Grindavíkur og Ferðamálasamtakana.. Um langan tíma var rekin upplýsingamiðstöð í gömlu Umferðamiðstöðinni hjá SBK í Keflavík. Nú standa yfir viðræður um að opna hana aftur á nýjum stað. Upplýsingamiðstöðvar fyrir ferðafólk eru mjög mikilvægur þáttur í ferðaþjónustu sveitarfélaga og gildi þeirra hefur stóraukist hin síðari ár. Íslendingar eru óðum að læra að nota þær við skipulag ferða sinna um landið eða viðkomandi svæði. Útlendir ferðamenn beinlínis treysta á þessar stöðvar fyrir upplýsingar um nágrennið og við að ná sambandi við ýmsa þá ferðaþjónustu sem í boði er“, segir Johann.
Öflugasta hvalaskoðunarsvæði landsins
Bláa lónið hefur ákveðið að ganga í Ferðamálasamtökin og Johann segir að það sé mikill styrkur fyrir samtökin að fá stærsta ferðaþjónustufyrirtæki á svæðinu til samstarfs. „Þar býr mikil reynsla og þekking sem mun nýtast vel við sókn ferðaþjónustu svæðisins til framtíðar.
Reykjanes á einnig að ná fram miklu breiðari kynningu í gegnum markaðssókn fyrirtækisins sem og annarra ferðaþjónustufyrirtækja á svæðinu“, segir Johann.
Undanfarin ár hafa einkennst á Reykjanesi sem framfaraár í ferðaþjónustu. Verður varla séð að meir hafi verið um framkvæmdir og uppbyggingu ferðaþjónustufyrirtækja en á Reykjanesi þótt allt landið væri borið saman.
„Nýbygging Bláa lónsins er vafalítið ein stærsta einstaka framkvæmd sem ferðaþjónustufyrirtæki hefur nýlega ráðist í. Þá má nefna mikla fjárfestingu í hvalaskoðunarbátum en hvalaskoðun hefur vaxið hvað hraðast hér á Reykjanesi sem nú er orðið öflugasta hvalaskoðunarsvæði landsins. Þess má geta að allar hugleiðingar um hvalveiðar ógna þessari miklu uppbyggingu sem hér hefur orðið og framtíðarmöguleikum ferðaþjónustunnar á svæðinu á vissan hátt“, segir Johann og bætir við að það skipti einnig miklu máli við uppbyggingu ferðaþjónustu að hafa góða og uppbyggilega afþreyingu í gangi og hlúa að henni og vaxtarmöguleikum hennar.
„Út frá þessu má þróa víðtækari svið afþreyingar sem vera gesta á svæðinu byggist á. Við þurfum að vinna betur að og sinna öflugar ýmsum greinum samfélagsþróunar sem vekja góða umræðu og efla ímynd svæðisins. Þar verða sveitarfélögin að eiga frumkvæðið með virkri stefnumótun um þróun byggðar og atvinnureksturs á svæðinu í sátt við umhverfið.“
Merking gönguleiða
„Vinna við merkingar gönguleiða hefur staðið yfir í nokkur ár. Fyrsta nýja gönguleiðin sem lögð var lá frá Nesvegi og út á Hafnaberg. Það auðveldaði fólki mjög til að rata á einhvern besta fuglaskoðunarstað á Íslandi. Vegagerðin setti bílastæði þarna og við settum upp örnefnamerkingu. Síðan hafa verið merktar margar gönguleiðir á Reykjanesi í samvinnu við FSS, Reykjanesbæ og fleiri bæjarfélög. Má nefna Reykjaveginn, gönguleið frá Reykjanesvita til Nesjavalla. Gönguleiðir um áhugaverð svæði við Þorbjörn og Bláa Lónið sem og á Reykjanesi og endurvakningu fornra þjóðleiða á Reykjanesskaga, svo fátt eitt sé nefnt“, segir Johann.
Áningartorg á Reykjanesi er aðkallandi mál, að sögn Johans, þar sem rúmlega 100 þúsund manns koma þangað á ári hverju en náttúruskoðun ferðamanna þar hefur stóraukist. „Byggja þarf upp aðstöðu fyrir ferðamenn á umræddu svæði og bæta upplýsingagjöf og gera fólki þannig grein fyrir umhverfinu og hvar í veröldinni það er statt.“
Brú milli Evrópu og Ameríku
Til stendur að byggja brú næsta vor, en hún er hugsuðu í svokallaðri Kinn, við enda Hauksvörðugjáar. Brúnni er ætlað að veita upplifun og tilfinningu fyrir flekaskilunum. „Hugsunin er að brúin gefi ferðafólki tækifæri á að upplifa hvernig er að „ganga“ á milli tveggja heimsálfa. Þar er nú upplýsingaskilti um Reykjaneshrygginn og flekaskilin og veitir brúin fullnægingu þess innblásturs sem fólk verður fyrir að horfa yfir gígaraðir þær sem sýna hvernig Reykjaneshryggurinn gengur á land og þrýstir Evróasíuflekanum frá Ameríkuflekanum.“
Að sögn Johans er einnig mikill áhugi fyrir lagningu vegar frá Höfnum til Stafness, Ósabotnavegur væri heiti á þeim kafla. „Mikill hluti vegarins er fyrir hendi í dag og vantar tiltölulega lítið upp á að endar nái saman. Þá höfum við í hyggju að merkja gönguleið fyrir Ósabotna milli þessara staða. En þetta er mjög áhugaverð gönguleið með mikilli sögu og fornminjum.“
Mikilvægi upplýsingamiðstöðva
Upplýsingamiðstöðvar ferðamanna hafa verið reknar á Reykjanesi frá 1991. Fyrst í Leifsstöð og þá opin yfir sumarmánuðina. Undanfarin þrjú ár hefur Upplýsingamiðstöð ferðamanna í Leifsstöð verið opin allt árið. Þjónustutíminn hefur nokkuð bundist við það fjármagn sem veitt er til rekstrarins hverju sinni en menn eru bjartsýnir á að á næsta ári verði hægt að efla stöðina til mikilla muna.
„Þessi upplýsingamiðstöð hefur mikið gildi fyrir ferðaþjónustu á Reykjanesi og á höfuðborgarsvæðinu en upplýsingar eru þar á landsvísu og þjónar hún því í raun og veru öllu landinu. Um nokkurra ára skeið frá ´93 var rekin upplýsingamiðstöð við gamla Lónið en hún varð að víka vegna húsnæðisleysis. Var hún síðan opnuð á bæjarskrifstofunni í Grindavík, en á s.l.
sumri var upplýsingamiðstöð aftur opnuð í Bláa lóninu og verður hún rekin áfram í savinnu Bláa lónsins, Grindavíkur og Ferðamálasamtakana.. Um langan tíma var rekin upplýsingamiðstöð í gömlu Umferðamiðstöðinni hjá SBK í Keflavík. Nú standa yfir viðræður um að opna hana aftur á nýjum stað. Upplýsingamiðstöðvar fyrir ferðafólk eru mjög mikilvægur þáttur í ferðaþjónustu sveitarfélaga og gildi þeirra hefur stóraukist hin síðari ár. Íslendingar eru óðum að læra að nota þær við skipulag ferða sinna um landið eða viðkomandi svæði. Útlendir ferðamenn beinlínis treysta á þessar stöðvar fyrir upplýsingar um nágrennið og við að ná sambandi við ýmsa þá ferðaþjónustu sem í boði er“, segir Johann.
Öflugasta hvalaskoðunarsvæði landsins
Bláa lónið hefur ákveðið að ganga í Ferðamálasamtökin og Johann segir að það sé mikill styrkur fyrir samtökin að fá stærsta ferðaþjónustufyrirtæki á svæðinu til samstarfs. „Þar býr mikil reynsla og þekking sem mun nýtast vel við sókn ferðaþjónustu svæðisins til framtíðar.
Reykjanes á einnig að ná fram miklu breiðari kynningu í gegnum markaðssókn fyrirtækisins sem og annarra ferðaþjónustufyrirtækja á svæðinu“, segir Johann.
Undanfarin ár hafa einkennst á Reykjanesi sem framfaraár í ferðaþjónustu. Verður varla séð að meir hafi verið um framkvæmdir og uppbyggingu ferðaþjónustufyrirtækja en á Reykjanesi þótt allt landið væri borið saman.
„Nýbygging Bláa lónsins er vafalítið ein stærsta einstaka framkvæmd sem ferðaþjónustufyrirtæki hefur nýlega ráðist í. Þá má nefna mikla fjárfestingu í hvalaskoðunarbátum en hvalaskoðun hefur vaxið hvað hraðast hér á Reykjanesi sem nú er orðið öflugasta hvalaskoðunarsvæði landsins. Þess má geta að allar hugleiðingar um hvalveiðar ógna þessari miklu uppbyggingu sem hér hefur orðið og framtíðarmöguleikum ferðaþjónustunnar á svæðinu á vissan hátt“, segir Johann og bætir við að það skipti einnig miklu máli við uppbyggingu ferðaþjónustu að hafa góða og uppbyggilega afþreyingu í gangi og hlúa að henni og vaxtarmöguleikum hennar.
„Út frá þessu má þróa víðtækari svið afþreyingar sem vera gesta á svæðinu byggist á. Við þurfum að vinna betur að og sinna öflugar ýmsum greinum samfélagsþróunar sem vekja góða umræðu og efla ímynd svæðisins. Þar verða sveitarfélögin að eiga frumkvæðið með virkri stefnumótun um þróun byggðar og atvinnureksturs á svæðinu í sátt við umhverfið.“