Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Gríðarlegt tjón og gott að fólk undirbúi sig undir það
Mánudagur 13. nóvember 2023 kl. 12:27

Gríðarlegt tjón og gott að fólk undirbúi sig undir það

Björgunarsveitin Þorbjörn sendi íbúum Grindavíkur tilkynningu nú í hádeginu þar sem segir að snemma í morgun fór stór og vel útbúinn hópur frá björgunarsveitinni til Grindavíkur til þess að meta tjón á vegum og öðrum innviðum. Markmiðið er að undirbúa verðmætabjörgun frá heimilum og reyna eftir fremsta megni tryggja öryggi íbúa við það.
„Ljóst er að gríðarlegt tjón er á bænum okkar og gott að fólk undirbúi sig undir það. Tjónin eru samt misjöfn og virðast staðbundin við fyrstu skoðun. Vegir eru víða í sundur og höfum við lagt kapp á það að loka þeim svo ekki sé hætta af,“ segir í tilkynningunni.

Kæru íbúar,
Við björgunarsveitarfólk í Grindavík höfum sinnt okkar fjölskyldum eins og aðrir Grindvíkingar síðustu daga.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Snemma í morgun fór stór og vel útbúinn hópur frá okkur til Grindavíkur til þess að meta tjón á vegum og öðrum innviðum. Markmiðið er að undirbúa verðmætabjörgun frá heimilum og reyna eftir fremsta megni tryggja öryggi íbúa við það.

Ljóst er að gríðarlegt tjón er á bænum okkar og gott að fólk undirbúi sig undir það 😥
Tjónin eru samt misjöfn og virðast staðbundin við fyrstu skoðun. Vegir eru víða í sundur og höfum við lagt kapp á það að loka þeim svo ekki sé hætta af.
Við viljum biðja alla sem hingað koma að fara varlega og virða þær lokanir sem við höfum sett upp. Til þess að flýta fyrir opnun höfum við notast við garðbekki, blómapotta og fleira slíkt sem fundum og vonumst við til þess að fólk sýni því skilning. Við höfum einnig farið með vinnuvélar yfir allar sprungur og þær sprungur sem ekki er búið að loka fyrir teljum við óhætt að aka yfir.
Að lokum viljum við biðja íbúa að virða þann tíma sem þeim er gefin til að sækja verðmæti svo fleiri geti komist til síns heima.
Það væri gott ef þessi póstur myndi rata til allra Grindvíkinga.
Baráttukveðjur
Björgunarsveitin Þorbjörn ❤️