Gríðarlegt fall á fasteignamarkaði
Aðeins sex fasteignakaupsamningar voru þinglýstir í Reykjanesbæ í síðasta mánuði. Þar af voru 4 samningar um eignir í fjölbýli og 2 samningar um eignir í sérbýli. Heildarveltan var 98 milljónir króna og meðalupphæð á samning 16,4 milljónir króna. Til fróðleiks má geta þess að 78 kaupsamningum var þinglýst í Reykjanesbæ í nóvember 2007 með heildarveltu upp á 1,652 milljónir króna þannig að fallið á fasteignamarkaði er gríðarlegt eftir Hrunið.
Á sama tíma var 15 samningum þinglýst á Akureyri , 11 á Árborgarsvæðinu og 6 á Akranesi. Þetta kemur fram í gögnum Fasteignaskrár Ríkisins.