Fréttir

Gríðarlegir fjármunir og hagsmunir fyrir samfélagið
Hér voru höfuðstöðvar Sparisjóðsins í Keflavík.
Föstudagur 31. október 2014 kl. 08:48

Gríðarlegir fjármunir og hagsmunir fyrir samfélagið

– Lánasamningar Sparisjóðsins í Keflavík dæmdir ólögmætir í héraðsdómi.

„Þetta eru gríðarlegir fjármunir og hagsmunir fyrir samfélagið á Suðurnesjum þegar litið er til upphæða á lánunum,“ segir Snorri Snorrason, héraðsdómslögmaður á lögmannsstofunni LS Legal í Reykjanesbæ, um dóm sem kveðinn var upp í Héraðsdómi Reykjaness á miðvikudag þar sem lánasamningur milli einstaklings og Sparisjóðsins í Keflavík, nú Landsbankans hf., var dæmdur ólögmætur gengistryggður samningur. Eftirstöðvar lánasamningsins, miðað við ákveðna dagsetningu, voru viðurkenndar 12 milljónum krónum lægri en bankinn krafði lántaka um. Þá var Landsbankinn dæmdur til greiðslu málskostnaðar.

Snorri segir að jafnvel hundruð svona samninga hafi verið gerðir á sínum tíma og þeir séu að upplagi allir eins. Töluvert af þeim hafi verið til einstaklinga en einnig til fyrirtækja. Án þess að vilja ræða einstök mál tjáði Snorri fréttamanni að mikill fjöldi sambærilegra mála væru á hans borði.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024