Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Gríðarleg gasmengun og aðgangur að eldstöðvunum lokaður
Eldstöðvarnar séðar frá Reykjanesbraut síðdegis í dag. Mynd/Bárður Sindri
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
mánudaginn 10. júlí 2023 kl. 21:09

Gríðarleg gasmengun og aðgangur að eldstöðvunum lokaður

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur, í samráði við vísindamenn og sóttvarnalækni, tekið ákvörðun um að loka fyrir aðgang að eldstöðvunum vegna gríðarlegrar gasmengunar sem er lífshættuleg. Næstu klukkustundir er líklegt að mikil gasmengun verði og byggist upp sökum hægviðris.

Fólk sem þegar hefur lagt af stað, eða er komið að eldstöðvunum, er beðið að snúa þegar við.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Unnið er að því að auðvelda aðgengi að eldstöðvunum þegar dregið hefur úr gasmengun.

Í myndskeiði að neðan sem Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur deildi má sjá gosið nú í kvöld.