Gríðarleg framkvæmdagleði í Grindavík
Mikil eftirspurn hefur verið eftir lóðum í Grindavík, að sögn Einars Njálssonar bæjarstjóra, enda eru aðfluttir umfram brottflutta 25 á fyrstu 9 mánuðum ársins. Nú standa yfir miklar framkvæmdir víða um bæinn og á döfinni eru mörg spennandi verkefni.
Bæjarstjórn Grindavíkur samþykkti á síðasta fundi að hefja vinnu við deiliskipulag á tveimur nýjum svæðum samkvæmt nýju aðalskipulagi sem nú er að verða tilbúið. Þessi svæði eru fyrir íbúðir fyrir norðan Leikskólann Krók og við Stamphólsveg. Einnig er gert ráð fyrir nýjum þjónustuíbúðum við Víðihlíð og svæði fyrir nýjan leikskóla við Dalbraut.
Nú eru ýmsar framkvæmdir í gangi víða um bæinn, m.a. vinna við brimvarnargarð sem er í höndum Suðurverks hf., gatnagerð í Vallahverfi sem er á lokastigi og lóðaframkvæmdir við skólann sem lýkur á næstunni. Einnig er verið að byggja einbýlis- og raðhús, samtals 16 íbúðir. Að sögn Odds Thorarensens, byggingafulltrúa í Grindavík, er á döfinni að opna saltfisksetur við Hafnargötu, byggja leikskóla við Dalbraut og gera stórátak í frárennslismálum.
Bæjarstjórn Grindavíkur samþykkti á síðasta fundi að hefja vinnu við deiliskipulag á tveimur nýjum svæðum samkvæmt nýju aðalskipulagi sem nú er að verða tilbúið. Þessi svæði eru fyrir íbúðir fyrir norðan Leikskólann Krók og við Stamphólsveg. Einnig er gert ráð fyrir nýjum þjónustuíbúðum við Víðihlíð og svæði fyrir nýjan leikskóla við Dalbraut.
Nú eru ýmsar framkvæmdir í gangi víða um bæinn, m.a. vinna við brimvarnargarð sem er í höndum Suðurverks hf., gatnagerð í Vallahverfi sem er á lokastigi og lóðaframkvæmdir við skólann sem lýkur á næstunni. Einnig er verið að byggja einbýlis- og raðhús, samtals 16 íbúðir. Að sögn Odds Thorarensens, byggingafulltrúa í Grindavík, er á döfinni að opna saltfisksetur við Hafnargötu, byggja leikskóla við Dalbraut og gera stórátak í frárennslismálum.