Gríðarleg aukning umferðarlagabrota
Hegningarlagabrotum sem komu til kasta Lögreglunnar á Suðurnesjum fjölgaði nokkuð í júlí á milli ára, voru 86 nú en 68 á síðasta ári. Í júlí 2006 voru þau 81.
Þá fjölgar umferðarlagabrotum gríðarlega eða úr 346 í 668. Væntanlega eru það nýju hraðamyndavélarnar sem skýra þessa miklu aukningu. Í sama mánuði árið 2006 voru umferðarlagabrotin 443 talsins. Fíkniefnabrot í júlí voru 15 samaborið við 11 árið áður.
Þetta kemur fram í tölfræðilegri samantekt Ríkislögreglustjóra.