Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Gríðarleg aukning í Upplýsingamiðstöð ferðamanna í Leifsstöð
Fimmtudagur 4. ágúst 2011 kl. 13:25

Gríðarleg aukning í Upplýsingamiðstöð ferðamanna í Leifsstöð

Í nýliðnum júlímánuði komu 18.316 ferðamenn í Upplýsingamiðstöð ferðamanna í Leifsstöð sem er um 80% aukning frá júlí í fyrra. Almenn ánægja er með þá þjónustu sem ferðamenn fá hjá starfsfólkinu og fá þeir send póstkort og e-mail frá þakklátum ferðamönnum sem farið hafa um landið og notið aðstoðar upplýsingamiðstöðvarinnar.

Helstu spurningar ferðamanna eru um ferðir í Bláa Lónið, til Reykjavíkur og um landið. Ár er nú liðið frá því Markaðsstofa Suðurnesja tók við rekstri Upplýsingamiðstövarinnar í Leifsstöð.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024