Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Gríðarleg aukning í kynferðisbrotamálum
Föstudagur 10. janúar 2014 kl. 13:40

Gríðarleg aukning í kynferðisbrotamálum

Fjölgun á ofbeldisbrotum í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum

Mikil fjölgun varð á ofbeldisbrotum í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum milli ára 2012 og 2013.  Þessi þróun er alvarlegust í kynferðisbrotum. Árið 2012 komu upp 18 kynferðisbrotamál þar af eitt vændismál en árið 2013 voru þau 122 þar af 67 vændismál. Aukning milli ára, að frátöldum vændismálunum, er því 223,5 prósent. Hafa ber í huga að aukin umræða um kynferðisbrot hefur mögulega leitt til þess að brot séu frekar tilkynnt og kærð til lögreglu.

Líkamsárásir voru 107 talsins árið 2012 en 126 árið 2013. Um er að ræða 17,6 prósenta aukningu milli ára. Heimilisofbeldismál voru 43 árið 2012 en 56 á síðastliðnu ári. Þar er 25,6 prósent aukning milli ára.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024