Gríðarleg aukning hraðakstursbrota
Hraðaksturbrotum í umdæmi Lögreglunnar á Suðurnesjum fjölgar gríðarlega í ágústmánuði á milli ára. Tilkoma hraðamyndavéla á þar stóran þátt en af þeim 500 hraðaksturbrotum sem skráð voru í ágúst síðasliðnum voru 287 skráð með myndavélunum. Í ágúst 2007 voru 206 hraðakstursbrot skráð í umdæminu.
Fíkniefnabrotum í umdæminu fjölgaði einnig í sama mánuði, voru 14 á síðasta ári en 21 nú. Í ágúst 2006 voru þau átta.
Hengingarlagabrotum fjölgaði lítillega á milli ára, voru 81 í ágúst 2007 en 88 í ágúst síðastliðnum.
Þetta kemur fram í samantekt frá Ríkislögreglustjóra.
VF-mynd/elg