Bragi Guðmundsson - Báruklöpp
Bragi Guðmundsson - Báruklöpp

Fréttir

Grettir vildi myndatöku
Þriðjudagur 10. ágúst 2004 kl. 17:12

Grettir vildi myndatöku

Ljósmyndari Víkurfrétta lenti heldur betur í skemmtilegu atviki nú á dögunum. Hann var við störf sín og stökk út úr bílnum og skildi hurðina eftir opna. Eftir nokkrar mínútur kallar vegfarandi á ljósmyndarann og spyr hann hvort hann sé með kött.

 

Ljósmyndarinn hélt nú ekki en þá svaraði vegfarandinn:„Þú ættir þá að kíkja á köttinn sem er í bílnum hjá þér.“ Haldið þið að hann Grettir hafi ekki komið sér vel fyrir í afturglugganum á vinnubílnum þar sem hann undi sér vel í hitanum. Ljósmyndaranum leist nú ekkert á þetta og bað hann vinsamlegast um að fara út úr bílnum. Sem hann og gerði en elti ljósmyndarann um eins og skugginn þar til hann steig upp í bílinn og ók í burtu.

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25