Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Grétar Mar:
Miðvikudagur 9. apríl 2008 kl. 17:13

Grétar Mar: "Loforð vegna lögreglusameiningar voru svikin"

Hart var deilt á fyrirhugaðar breytingar á lögreglustjóraembættinu á Suðurnesjum á þingi í dag.

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Grétar Mar Jónsson, þingmaður frjálslyndra í Suðurkjördæmi, hóf umræðuna í dag og ítrekaði þá ósk að gerði yrði sérstök úttekt á embættinu. Engar breytingar yrðu gerðar þar til þeirri úttekt sé lokið.

 

Stjórnarliðar hafa aldeilis ekki verið samhljóma í málflutningi sínum um væntanlegar breytingar þar sem margir Samfylkingarmenn hafa stigið fram fyrir skjöldu og mótmælt þeim. Ítrekaði Lúðvík Bergvinsson, þingflokksformaður Samfylkingar, þá skoðun sína í viðtali í gær, að mun sterkari rök þurfi fyrir breytingunum heldur en eru til staðar í frumvarpi dómsmálaráðherra.

 

Frumvapið umrædda er enn til umræðu í .þingflokki Samfyulkingar en Sjálfstæðismenn afgreiddu það fyrir sína parta í síðustu viku.

 

Tveir þingmenn Sjálfstæðisflokks stigu í pontu í dag, þær Arnbjörg Sveinsdóttir og Björk Guðjónsdóttir, sem einnig er forseti bæjarstjórnar í Reykjanesbæ. Arnbjörg sagðist fullviss um að sátt næðist á milli stjórnarflokkanna um frumvarpið. Björk sagði breytingarnar ekki eiga að veikja stöðu lögreglu, tolls og öryggisgæslu og með nýju fyrirkomulagi ætti að skapast tækifæri til þess að efla lögregluna.

 

Fengu þessi ummæli ekki góðar viðtökur hjá Kristni H. Gunnarssyni, frjálslyndum, sem kallaði þessa ráðstöfun skemmdarverk. Hann furðaði sig á tali um ný tækifæri og spurði í hverju þessi tækifæri fælust. Hvort þetta væri tækifæri til að sóa fjármunum og eyðileggja samstarfið milli aðila hjá embættinu, eða hvort tækifærið fælist í því að koma að nýjum manni með betra flokksskírteini í embættið.

 

Bjarni Harðarson, þingaður Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi lýsti sig sammála Kristni og Steingrímur J. Sigfússon, VG, áréttaði áhyggjur sínar af málinu þar sem hann hafi nýverið verið í Grindavík þar sem heimamenn hafi lýst yfir óánægju sinni með ástand löggæslu þar í bæ.

 

Grétar Mar lauk síðan umræðunni sem hann hóf sjálfur og sagði að öll loforð sem gefin voru vegna sameiningarinnar hafi verið svikin. Hann sagði embættið hafi náð frábærum árangri einmitt vegna þess að það sé undir einni stjórn. Almenningur á Suðurnsejum sé í mikilli óvissu vegna „Valdhroka ákveðinna ráðherra“. Vandamálið lægi fyrst og fremst í því að það vantaði fjármuni í löggæslu á Suðurnesjum líkt og á landinu öllu.

Heimildir: www.visir.is og www.althingi.is

Sjáið umræðuna á vef Alþingis - Smellið hér