Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

  • Grenndarkynna nýja kirkju á Vatnsleysuströnd
    Minna-Knarrarnes.
  • Grenndarkynna nýja kirkju á Vatnsleysuströnd
Mánudagur 6. október 2014 kl. 09:45

Grenndarkynna nýja kirkju á Vatnsleysuströnd

Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga hefur samþykkt að byggingarleyfisumsókn vegna byggingar kirkju að Minna-Knarrarnesi verði grenndarkynnt.

Afgreiðslu umsóknarinnar um byggingarleyfi fyrir kirkju var frestað í sumar en umsækjandi hefur nú lagt fram afstöðuuppdrátt.

Þá hefur verið samþykkt að umsóknin skuli grenndarkynnt fyrir eigendum og íbúum Stóra-Knarrarness I og II, Stóra - Knarrarness I sumarhús og Hellum.

Nefndin áréttar jafnframt að gætt verði að 15 m friðhelgun fornminja skv. umsögn Minjastofnunar dags. 14. mars 2014. Einnig þarf að athuga gólfkóta m.t.t. hækkandi sjávarstöðu sbr. bréf Skipulagsstofnunar 9. maí 2014.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024