HS Veitur
HS Veitur

Fréttir

  • Grenndarkynna nýja kirkju á Vatnsleysuströnd
    Minna-Knarrarnes.
  • Grenndarkynna nýja kirkju á Vatnsleysuströnd
Mánudagur 6. október 2014 kl. 09:45

Grenndarkynna nýja kirkju á Vatnsleysuströnd

Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga hefur samþykkt að byggingarleyfisumsókn vegna byggingar kirkju að Minna-Knarrarnesi verði grenndarkynnt.

Afgreiðslu umsóknarinnar um byggingarleyfi fyrir kirkju var frestað í sumar en umsækjandi hefur nú lagt fram afstöðuuppdrátt.

Þá hefur verið samþykkt að umsóknin skuli grenndarkynnt fyrir eigendum og íbúum Stóra-Knarrarness I og II, Stóra - Knarrarness I sumarhús og Hellum.

Nefndin áréttar jafnframt að gætt verði að 15 m friðhelgun fornminja skv. umsögn Minjastofnunar dags. 14. mars 2014. Einnig þarf að athuga gólfkóta m.t.t. hækkandi sjávarstöðu sbr. bréf Skipulagsstofnunar 9. maí 2014.
 

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25
Safnahelgi 2025
Safnahelgi 2025