Greinar um fjölskyldu- og félagsþjónustu
Fjölskyldu- og félagsþjónusta Reykjanesbæjar hefur á undanförnum árum lagt áherslu á það hlutverk sem henni er ætlað, þ.e. að vera þjónustustofnun. Með ýmsu móti hefur verið lögð áhersla á að kynna starfsemina og þá fjölbreyttu þjónustu sem bæjarbúum gefst kostur á.
Með því að gera þjónustuna sýnilegri og um leið aðgengilegri teljum við að með tímanum megi þurrka út aldagamla fordóma sem fylgt hafa einstökum þáttum félagsþjónustu, s.s. framfærslu og barnavernd.
Við finnum að þróunin er að breytast og fólk leitar til okkar í mun ríkara mæli en áður. Sumir með einföld mál sem auðvelt er að leysa, aðrir með mun erfiðari mál sem geta tekið langann tíma og mikla vinnu.Eitt aðal markmið félagsþjónustulaganna er að sveitarfélögin hjálpi fólki til sjálfshjálpar með skipulögðum hætti og eftir því starfar Fjölskyldu- og félagsþjónusta Reykjanesbæjar. Þar er lögð áhersla á að hjálpa fólki til að finna leiðir til sjálfshjálpar. Sem lið í þeirri viðleitninni að kynna þjónustuna eru birtar hér á upplýsingavef Reykjanesbæjar greinar skrifaðar af einstökum starfsmönnum þar sem gerð er grein fyrir einstökum þjónustu-og málaflokkum sem félagsþjónustan býður upp á.
Hjördís Árnadóttir, félagsmálastjóri.
Greinar um fjölskyldu- og félagsþjónustu.
Tekið af vef Reykjanesbæjar.
Með því að gera þjónustuna sýnilegri og um leið aðgengilegri teljum við að með tímanum megi þurrka út aldagamla fordóma sem fylgt hafa einstökum þáttum félagsþjónustu, s.s. framfærslu og barnavernd.
Við finnum að þróunin er að breytast og fólk leitar til okkar í mun ríkara mæli en áður. Sumir með einföld mál sem auðvelt er að leysa, aðrir með mun erfiðari mál sem geta tekið langann tíma og mikla vinnu.Eitt aðal markmið félagsþjónustulaganna er að sveitarfélögin hjálpi fólki til sjálfshjálpar með skipulögðum hætti og eftir því starfar Fjölskyldu- og félagsþjónusta Reykjanesbæjar. Þar er lögð áhersla á að hjálpa fólki til að finna leiðir til sjálfshjálpar. Sem lið í þeirri viðleitninni að kynna þjónustuna eru birtar hér á upplýsingavef Reykjanesbæjar greinar skrifaðar af einstökum starfsmönnum þar sem gerð er grein fyrir einstökum þjónustu-og málaflokkum sem félagsþjónustan býður upp á.
Hjördís Árnadóttir, félagsmálastjóri.
Greinar um fjölskyldu- og félagsþjónustu.
Tekið af vef Reykjanesbæjar.