Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Greina samfélagsleg áhrif fólksfjölgunar á vaxtasvæði Suðurnesja
Þriðjudagur 12. janúar 2021 kl. 09:54

Greina samfélagsleg áhrif fólksfjölgunar á vaxtasvæði Suðurnesja

Sveitarfélögin á Suðurnesjum og Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum hafa í sameiningu gert samning við Hagstofu Íslands um samfélagsgreiningu á Suðurnesjum. Samningurinn á sér stoð í aðgerðaáætlun um eflingu þjónustu ríkisins á Suðurnesjum sem kom út í maí á nýliðnu ári. Reykjanesbær hefur verið í forsvari fyrir þessa vinnu og hafa Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, og Ólafur Hjálmarsson, hagstofustjóri, nú nýverið skrifað undir samninginn. 

Markmið samningsins er að geta greint samfélagsleg áhrif fólksfjölgunar á vaxtasvæði Suðurnesja. Með því er stefnumótunarvinna svæðisins gerð skilvirkari, markvissari og heildstæðari og skilningur á samfélagsþróun Suðurnesja aukinn. Upplýsingarnar gefa jafnframt tækifæri til þess að skoða áhrif og meta afleiðingar íbúaþróunar á svæðinu á samfélagið í heild.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Verkefnið snýr að greiningu á samfélagsþróun Suðurnesja tíu ár aftur í tímann. Greiningin verður gerð einu sinni á ári frá 2020 til 2024, samtals fimm sinnum. Greiningin snýr að víðtækri íbúagreiningu út frá uppruna, fjölskyldugerð og -stærð, tekjutegundum, menntunarstöðu og búsetutíma á svæðinu. Allar breytur verða greindar út aldri, kyni, ríkisfangi og uppruna. 

Annars vegar verður gerð greining fyrir Suðurnesin í heild, þ.e. fyrir sveitarfélögin Reykjanesbæ, Suðurnesjabæ, Voga og Grindavík saman, og hins vegar fyrir hvert sveitarfélag sérstaklega, þar sem því verður við komið út frá gagnsæi greiningarinnar miðað við íbúafjölda.