Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Greiði miskabætur fyrir blygðunarsemisbrot
Mánudagur 29. desember 2014 kl. 13:53

Greiði miskabætur fyrir blygðunarsemisbrot

– upptökur sýndu mann bera sig og strjúka getnaðarlim sinn í sundlaug

66 ára gamall karlmaður var fyrir skömmu dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða 8 ára stúlku 200 þúsund krónur í miskabætur fyrir blygðunarsemisbrot í Sundmiðstöð Reykjanesbæjar. RÚV greinir frá þessu.

Málið kom til kasta lögreglunar í sumar þegar starfsmenn Sundmiðstöðvarinnar tilkynntu lögreglu um mann sem væri að bera sig í lauginni fyrir framan börn. Þeirri tilkynningu fylgdi að tvær stúlkur hefðu séð getnaðarlim mannsins en ekki hefði verið ljóst hvort það hefði verið óhapp.

Í málinu voru lagðar fram upptökur úr Sundmiðstöðinni sem sýndu mann bera sig og strjúka getnaðarlim sinn í dýpri enda sundlaugarinnar þar sem börn voru að leik.  

Héraðsdómur segir að sú háttsemi, að synda um í almenningslaug ásamt öðru fólki með getnaðarlim sinn í uppréttri stöðu upp úr sundskýlunni um lengri tíma teljist „hlutlægt séð að mati dómsins lostugt athæfi sem er til þess fallið að særa blygðunarsemi þeirra sem það sjá,“ eins og það er orðað.

Fram kemur í dóminum að ekki hafi verið lögð fram nein gögn um afleiðingar brotsins gagnvart stúlkunni - það breyti því ekki að verknaður af þessu tagi sé ótvírætt til þess falinn að hafa áhrif á andlega heilsu þess fyrir honum verður.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024