Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Greiddu 55 milljónir  í fjárhagsaðstoð
Mánudagur 3. apríl 2023 kl. 06:34

Greiddu 55 milljónir í fjárhagsaðstoð

Tvöfalt meiri fjöldi nú en á sama tíma fyrir ári

Reykjanesbær greiddi fimmtíu og fimm milljónir króna í fjárhagsaðstoð til einstaklinga í febrúar. Þá fengu 365 einstaklingar greidda fjárhagsaðstoð frá Reykjanesbæ, 220 karlar og 145 konur. Fjárhagsaðstoðin var veitt til 88 heimila sem á bjuggu 184 börn. Alls voru greiddar 55.018.424 kr. í fjárhagsaðstoð eða að meðaltali 150.735 kr. pr. einstakling. Þetta kemur fram í gögnum velferðarráðs Reykjanesbæjar.

Í sama mánuði 2022 fengu 152 einstaklingar greidda fjárhagsaðstoð frá Reykjanesbæ, 106 karlar og 46 konur. Fjárhagsaðstoðin var veitt til 34 heimila sem á bjuggu samtals 88 börn. Alls voru greiddar 24.199.275 kr. í fjárhagsaðstoð eða að meðaltali 159.205 kr. pr. einstakling.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024