Greiddu 1753 milljónir af lánum Grindavíkur
Á fundi bæjarstjórnar Grindavíkur þann 8. júní sl. voru bæjarstjóra og fjármálastjóra veitt heimild til að greiða upp lán Grindavíkurbæjar og stofnana hans. Í tillögum bæjarstjóra og fjármálastjóra var gert ráð fyrir uppgreiðslu að fjárhæð u.þ.b. 1.750 milljónir króna með kostnaði. Endanleg fjárhæð myndi taka mið af stöðu uppgreiddra lána á uppgreiðsludegi og uppgreiðslukostnaði viðkomandi lána.
Niðurstaða málsins er sú að greidd voru upp lán að fjárhæð kr. 1.753,8 milljónir með áföllnum vöxtum verðbótum og uppgreiðslukostnaði.
Eftirstöðvar langtímalána við lánastofnanir eru eftir uppgreiðslu kr. 379.795.000.