Greiða 20.000 króna frístundastyrk í Garði
Sveitarfélagið Garður greiðir 20.000 króna frístundastyrk á ári til að auðvelda foreldrum að standa straum af kostnaði vegna þátttöku barna í frístundastarfi. Styrkurinn er til foreldra barna 4 - 16 ára, þ.e. þeirra barna sem verða 16 ára á árinu og eiga lögheimili í Garði.
Greint er frá fyrirkomulagi styrkveitingarinnar á vef Sveitarfélagsins Garðs en þar segir m.a. að foreldri greiðir kostnaðinn og fær endurgreitt á bæjarskrifstofu Garðs gegn afhendingu frumrits kvittunar, allt að kr. 20.000 á árinu. Greitt er fyrir þátttöku í starfi á vegum íþróttasamtaka, skóla eða annarra viðurkenndra aðila.
Ef íþrótt, listgrein eða námskeið er í boði í Sveitarfélaginu Garði er frístundastyrkur greiddur fyrir kostnaði vegna þess, en styrkur er ekki greiddur ef iðkun á sér stað utan sveitarfélagsins. Ef íþrótt, listgrein eða námskeið er ekki í boði í Sveitarfélaginu Garði, er frístundastyrkur greiddur vegna þess, þótt svo iðkun fari fram utan sveitarfélagsins. Nánari upplýsingar um styrkinn er að finna á vef Sveitarfélagsins Garðs.