Greenpeace komið
Rainbow Warrior, flaggskip Greenpeace samtakanna liggur nú á ytri höfninni í Keflavík. Skipið heldur ekki til hafnar í Reykjavík fyrr en um hádegið á morgun, skipið er komið hingað til lands til að mótmæla hvalveiðum Íslendinga á hrefnu. Á laugardag hyggjast samtökin halda blaðamannafund um borð í skipinu. Áætlað er að skipið fari í hringferð um landið til að kynna málstað samtakanna gegn hvalveiðum Íslendinga.VF-ljósmynd: Rainbow Warrior á ytri höfninni í Keflavík.