Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Grasinu snúið á Bensa- og Landakotstúni
Mánudagur 18. júlí 2005 kl. 12:44

Grasinu snúið á Bensa- og Landakotstúni

Verið var að nýta þurkinn til að snúa grasinu á Bensa- og Landakotstúni í Sandgerði. Þar sem ekki hefur verið mikill þurkur undanfarið og útlit fyrir skúrir og vætu á Suðurnesjum út vikuna.

Bensatúnið hefur lengi verið í eigu Kotsgotsættarinnar og hefur Maríus Gunnarsson séð um að bera á túnið og hirða það.

Mikilvægt er að sláttur fari fram á réttum tíma eða áður en gras er komið í skrið, það er að segja að grösin fara að bera fræ. Ef sláttur dregst tapast prótein sem er sú orka sem sóst er eftir til að fóðra dýrin. Því fyrr sem er slegið, því meira prótein er í fóðrinu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024