Grafið í Kúagerði
Á laugardaginn tók Sturla Böðvarsson samgönguráðherra fyrstu skóflustunguna að breikkun Reykjanesbrautar og hafa nú stórvirkari tæki tekið við af honum. Búið er að koma upp vinnubúðum skammt frá Kúagerði en þar eru gröfur að störfum. Samkvæmtum verktökunum sem vinna við breikkun Reykjanesbrautarinnar er búist við að breikkun fyrsta áfanga verði lokið á rétt innan við ári, en í fyrstu var gert ráð fyrir 18 mánuðum.