Grætur bara á löggustöðinni
– krúttsprengja í fangi lögreglukvenna
Lítill hvolpur rataði á lögreglustöðina í Keflavík í gær. Þó svo hann hafi ratað þangað þá ratar hann ekki heim. Nú grætur hvolpurinn heil ósköp og saknar greinilega eigenda sinna.
Þó svo hvolpurinn sé í góðum höndum á lögreglustöðinni, þá hefur lögreglan áhuga á að koma honum til eiganda síns. Ef þú kannast við hvolpinn og veist hver er eigandi hans, þá endilega hafðu samband við lögregluna á Suðurnesjum.