Grænfáninn afhentur Njarðvíkurskóla í fimmta sinn
Njarðvíkurskóli fékk Grænfánann í fimmta sinn við hátíðlega athöfn í gær. Grænfáninn er afhentur skólum sem leggja áherslu á umhverfismennt og menntun til sjálfbærni.
Nemendur í umhverfisteymi skólans flögguðu grænfánanum og Sóley Sara Rafnsdóttir í 10. bekk flaggaði fána með nýju umhverfismerki skólans sem hún hannaði. Í lok athafnar fluttu nemendur í 1. bekk lag um plastið í sjónum.